Nú styttist óðum í að frestur hlutafélaga (slhf, ehf og hf félög og einstaka slf félög), til að skila ársreikningum sínum fyrirtækjaskrár renni út. Það gildir fyrir öll skilaskyld félög, hvað varðar ársreikninga til fyrirtækjaskrár, er að skilum verður að vera lokið fyrir 1. september n.k. en ef skilað er með „hnappnum“ þá er frestur til sama dags og RSK veitir félögum til skila á skattframtölum sínum, enda er sækir „hnappurinn“ upplýsingar úr innsendu skattframtali félagsins og útbýr yfirlit sem kemur í stað þess að senda ársreikning. Einungis örfélög hafa heimild til að skila með hnappnum en það eru félög sem á uppgjörsdegi fara ekki framúr tvennum af eftirfarandi skilyrðum:
- Heildareignir 20 millj. kr.
- Hrein velta 40 millj. kr.
- Meðalfjöldi ársverka á reikningsári = 3
Allt kapp verður lagt á að skila ársreikningi og skattframtali inn á réttum tíma en ljóst er að ekki er hægt að tryggja að svo verði ef upplýsingar berast okkur of seint. Viljum við benda viðskiptavinum okkar á að vera í sambandi við okkur tímanlega til að semja um þessi mál, í þeim tilfellum þar sem enn á eftir að skila upplýsingum til okkar.