Framtalsskil fyrirtækja

Viljum minna á að lokaskilafrestur okkar fagmanna er til 10.september 2013 og viljum við benda mönnum á að það er ekki nóg að skila inn gögnum síðustu dagana eða á síðasta degi ef menn vilja vera öruggir með að hægt verði að vinna uppgjör og skila skattframtali fyrir þann tíma.

Viljum líka biðja fólk um að sýna biðlund þegar hringt er inn því enn er hluti starfsfólksins í sumarfríi eða á leið í sumarfrí og á þessum tíma árs eykur þetta enn frekar álagið á annað starfsfólk.

Samstarfið við viðskiptavini okkar hefur annars gengið í heildina mjög vel og við viljum sérstaklega þakka fyrir þá biðlund og þann skilning sem þessu nýja fyrirtæki hefur verið sýnt og hlökkum við því enn frekar til áframhaldi samstarfs.

Fleiri fréttir

Haustið komið

Þá er haustið loksins komið, með öllum sínum fallegu litum og frískandi svala. Álagningaseðlar fyrirtækja

Gleðilegt nýtt ár!

Íslenskir endurskoðendur Bíldshöfða slf óska viðskiptavinum sínum nær og fjær gleðilegs nýs árs, með þökkum