Fyrirtækjaskrá og skattframtalsskil fyrirtækja

Nú eru allir opinberir frestir RSK vegna skattframtala og Fyrirtækjaskrár vegna ársreikningaskila útrunnir, eins og auglýst hefur þó nokkuð á heimasíðu RSK og Fyrirtækjaskrár og í dagblöðum. Þau einkahlutafélög og hlutafélög sem enn eiga eftir að skila inn gögnum til fyrirtækjaskrár hafa líklega fengið sekt upp á 600.000 kr. en 90% afsláttur veittur nema skilað verði inn ársreikningi innan 30 daga. Eftir 30 daga mun afslátturinn lækka, í skrefum. Við viljum hvetja þá aðila sem eiga eftir að skila til þess að hafa samband sem allra fyrst ef nánari útskýringa er óskað og eins til þess að ráðgjöf eða aðra aðstoð til að lágmarka það tjón sem hefur hlotist vegna þessa. Öll þau fyrirtæki sem enn eiga eftir að skila inn gögnum, svo hægt sé að gera skattframtal og ársreikning til að skila inn til RSK, viljum við hvetja til þess að skila inn sem fyrst svo þau lendi ekki í óþarfa óþægindum vegna álagningar RSK skv. áætlun þeirra. Um að gera að reyna að komast inn í haustið með allt sitt á hreinu.

Fleiri fréttir

Haustið komið

Þá er haustið loksins komið, með öllum sínum fallegu litum og frískandi svala. Álagningaseðlar fyrirtækja

Gleðilegt nýtt ár!

Íslenskir endurskoðendur Bíldshöfða slf óska viðskiptavinum sínum nær og fjær gleðilegs nýs árs, með þökkum