Launagreiðendur: Mótframlag í lífeyrissjóði og tryggingagjald breytist

Aðilar vinnumarkaðarins og ríkið hafa nú komið á breytingum sem varða alla launagreiðendur í landinu. Breytingarnar eru tvíþættar: (1) Kjarasamningar margir, ekki allir, gera ráð fyrir hækkun mótframlags atvinnurekenda upp á 0,5% og verður því 8,5% í stað 8% en (2) ríkið hefur með lagabreytingu lækkað tryggingagjaldið til mótvægis um 0,5% eða úr 7,35% í 6,85%. Þessar breytingar varða laun eftir 1.7.2016 og gildir þetta til 31.12.2016. Við viljum benda á að bókhaldskerfi þarf gjarnan að stilla af, ekki víst að komi inn sjálfkrafa. Leiðbeiningar um þetta má gjarnan finna inn á heimasíðum bókhaldskerfanna.

Fleiri fréttir

Haustið komið

Þá er haustið loksins komið, með öllum sínum fallegu litum og frískandi svala. Álagningaseðlar fyrirtækja

Gleðilegt nýtt ár!

Íslenskir endurskoðendur Bíldshöfða slf óska viðskiptavinum sínum nær og fjær gleðilegs nýs árs, með þökkum