Íslenskir endurskoðendur Bíldshöfða slf vilja óska viðskiptavinum og samstarfsaðilum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári með þökkum fyrir árið sem var að líða, en það var einnig fyrsta starfsár þessa nýja félags.
Vert er að minnast á og þakka fyrir góðar móttökur frá viðskiptavinum og skilning og þolinmæði sem okkur hefur verið sýnd meðan starfsemin hefur verið í mótun og að slípast til. Áfram mun félagið vinna að því að veita góða og áreiðanlega þjónustu og eru mörg fjölbreytt og spennandi verkefni framundan. Þá er einnig vert að minnast á, í því sambandi, að félagið undirritaði síðla hausts 2013 og er aðili að nýjum rammasamningi við Ríkiskaup um þjónustu á sviði Endurskoðunar, ársreikningagerð, innri endurskoðunar o.fl.
Við tökum nýju ári fagnandi og bjóðum núverandi og nýja viðskiptavini velkomna með okkur í þá vegferð.