Þjónusta

Við erum hér til að þjónusta þig

Reikningshald er það svið þjónustu sem er líklega hvað fjölbreyttast og víðfeðmast en þjónusta okkar er sniðin að hverjum viðskiptavini samkvæmt samkomulagi. Við getum boðið upp á bókhaldsþjónustu af ýmsum toga, þar með talið almenna bókhaldsskráningu, launaútreikninga, útgáfu reikninga, vöktun á heimabanka og greiðslu reikninga, rekstrarráðgjöf o.fl.

Endurskoðun og tengd þjónusta getur falið í sér endurskoðun eða könnun á reikningsskilum, aðstoð eða ráðgjöf varðandi uppbyggingu og virkni innra eftirlits, staðfestingu ýmissa fjárhagsupplýsinga, vottun vegna verkefna sem styrkt eru af Evrópusambandinu o.fl. Við tökum að okkur verkefni fyrir fyrirtæki og fyrirtækjasamstæður, sveitarfélög, félagasamtök, menntastofnanir og aðra sem telja sig þurfa á þjónustu sem þessari að halda.

Skattaráðgjöf er veitt til félaga og einstaklinga og getur þá verið um að ræða skattframtalsgerð, aðstoð vegna samskipta við skattayfirvöld, ráðgjöf er snýr að meðferð einstakra atriða í skattalegu tilliti og ýmsa aðra skattalega ráðgjöf er lýtur að bæði innlendum og erlendum skattamálum. Við erum einnig í samstarfi við skattalögfræðinga ef þörf er á þeim mun sértækari ráðgjöf eða annarri aðstoð.

Önnur ráðgjöf eins og ýmiss áætlanagerð, stefnumótun, stofnun félaga, ráðgjöf á sviði erfðamála eða sérhæfðari ráðgjöf, t.d. varðandi lífið á eftirlaunum.

Áhugasamir eru hvattir til þess að hafa samband og munum við reyna að veita upplýsingar og finna lausnir sem henta viðkomandi hverju sinni.  Frekari upplýsingar er hægt að nálgast í síma 595 0100 eða með því að senda tölvupóst á endurskodandi@endurskodandi.is.