Tilkynning frá RSK

Nú hafa eflaust margir fengið sendan tölvupóst eða séð tilkynningu frá RSK, sem er dagsett 3.11.2017, en hún ber yfirskriftina „Færsla bókhalds“. Fyrsta setningin í þessari tilkynningu segir: „Að gefnu tilefni vill ríkisskattstjóri árétta að öllum bókhaldsskyldum aðilum ber að færa bókhald og haga færslum, bókhaldsbókum og reikningaskipan í samræmi við bókhaldslög.“  Þetta virðist hafa verið sent á alla netfangaskrá RSK, til forsvarsmanna fyrirtækja o.fl. til þess eins að minna á gildi ýmissa laga og reglna sem í gildi eru og varða bókhald og virðisaukaskattskil.

Við viljum vara fólk við því að taka þessu til sín eins og bókhaldsmál og virðisaukaskattskil séu ekki í lagi og RSK vilji að viðkomandi komi því í lag, nema vitað sé að svo er. Þetta er fjölpóstur sem virðist ætlað að minna fólk á að passa upp á bókhaldið sitt og virðisaukaskattskil.

Góðar stundir í jólaundirbúningi!

Fleiri fréttir

Haustið komið

Þá er haustið loksins komið, með öllum sínum fallegu litum og frískandi svala. Álagningaseðlar fyrirtækja

Gleðilegt nýtt ár!

Íslenskir endurskoðendur Bíldshöfða slf óska viðskiptavinum sínum nær og fjær gleðilegs nýs árs, með þökkum